top of page
1609617616-huge.jpg
Bayern_sparnadur_trans.png
_edited.jpg

Hvað er Bayern Líf?

Bayern Líf býður heildarlausn í tryggðum lífeyrissparnaði að þýskri fyrirmynd auk öflugrar slysatryggingar. Lífeyrissparnaðurinn er í evrum og sérfræðingar Bayern Líf um allan heim sjá um fjárfestingarnar. Þegar kemur að vörslu lífeyrissparnaðar er skynsamlegt að dreifa áhættunni.

Viðbótarlífeyrissparnaður

Á Íslandi er skylda að greiða í lífeyrissjóð og er hann einungis hluti af þeim lífeyri sem okkur telst til tekna seinna á ævinni. Því stendur til boða að brúa það tekjutap sem verður við starfslok með því að nýta séreignarsparnað og fá 2% launahækkun í formi sparnaðar.

Að auki þarf ekki að greiða tekjuskatt af framlaginu í viðbótarlífeyrissparnaðinn fyrr en við úttekt.

Séreignartrygging Bayern Líf er viðbótarlífeyrir sem fæst með sparnaði. Með því að leggja fyrir í þýska lífeyrishagkerfinu í evrum færðu launahækkun við úttekt og nýtir íslenska skattahagræðið um leið.

Mynd10.png
Image by Hello I'm Nik

Tilgreind séreign

Atvinnurekendum ber að greiða 11,5% ofan á laun til lífeyrissjóðs launþega. Launþegi getur ákveðið að ráðstafa 3,5% af því framlagi inn á eigin séreign, sem eins og nafnið ber með sér er í séreign launþegans og erfist við andlát. Launþegi getur jafnframt valið í hvaða sjóð tilgreind séreign er greidd.

Með því að leggja tilgreinda framlagið þitt í Tilgreindan séreignarsparnað Bayern Líf nýtir þú ávöxtun í evrum með að lágmarki 90% tryggðum höfuðstól.

Vaxtarsparnaður

Það er gott og gáfulegt að leggja fyrir í varasjóð en það þarf að vanda valið.  Með Vaxtartryggingu Bayern Líf býðst þér að leggja fyrir mánaðarlega í einkasparnað sem þú getur nýtt þegar á þarf að halda.

Sjóðinn geturðu t.d. notað sem sparnað fyrir börnin þín, viðbótarsparnað fyrir þig til að lifa lífinu eða til að nota ef áföll skella á.
Sparnaðurinn er undanskilinn eigna- og erfðafjárskatti en af vöxtunum ber að greiða fjármagnstekjuskatt.

Sérfræðingar hjá Bayern Líf sjá um að ávaxta fjármunina með fjárfestingum í 100 stærstu fyrirtækjum heims.

Mynd1.png
Mynd2.png

Slysatrygging

Slys eiga sér stað á heimilum, við vinnu og í frítíma. Þá kemur slysatrygging sér vel. Engu máli skiptir hvar og hvenær slysið verður.

Þýsku slysatryggingarnar eru frábrugðnar íslensku slysatryggingunum og má þá helst nefna staðlaðra bótasvið, hærri örorkubætur og möguleiki á ævilöngum lífeyri.
Umsóknarferlið er einfalt og klára má umsóknina með einu símtali.

Bayern Líf - Sparnaður

Bayern líf er samheiti fyrir vörur frá þýsku tryggingasamsteypunni Versicherungskammer
Versicherungskammer tilheyrir S-Finanzgruppe sem er ein stærsta fjármálasamsteypa í heimi

Við bjóðum vörur Bayern Lebensversicherung og Saarland Versicherungen en þau félög tilheyra tryggingasamsteypunni.


Vátryggingamiðlunin PM-Premium Makler er með miðlunarsamning við Saarland Versicherungen.
Sparnaður ehf. með samning um þjónustu við viðskiptavini.
Iðgjaldainnheimtufyrirtækið Premium sér um að innheimta iðgjöld og greiða út lífeyri.

Hér að neðan er hlekkur á heimasíðu Saarland Versicherungen en þar er að finna nánari upplýsingar um vörurnar sem boðnar eru undir nafni Bayern Líf.

bottom of page