BARNATRYGGING
Superheroes

Er ofurhetjan þín vel tryggð?

Barnatrygging VÍS veitir foreldrum og barni góða vernd hljóti barn örorku vegna slyss eða sjúkdóms auk þess sem hún kemur til móts við foreldra sem verða fyrir tekjumissi og ófyrirséðum kostnaði vegna veikinda barna.

Tryggingin samanstendur af átta bótaþáttum, sjö þeirra hjálpa foreldrum eða þeim sem fer með forsjá barns að mæta kostnaði sem þeir verða fyrir þegar barn veikist eða slasast. Örorkuverndin er áttundi bótaþátturinn og rennur beint til vátryggðs og hjálpar barninu að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði á fullorðinsárunum, komi til örorku.

Hægt er að velja um þrjár leiðir sem eru mismunandi hvað varðar upphæðir iðgjalda á mánuði og verðmæti bótaþátta. Hægt verður að tryggja barn frá eins mánaðar aldri og gildir tryggingin til 18 ára aldurs. Barnatrygging er góð viðbót við líf- og sjúk-dómatryggingar og/eða fjölskyldutryggingar.