LÍFTRYGGING
Couple%20in%20Nature_edited.jpg

Við andlát sitja ættingjar oft eftir með erfiðar og stundum óviðráðanlegar skuldbindingar. Fjölskyldan missir tekjur sem áður var treyst á. Líftrygging er því nauðsynleg til að tryggja hag þeirra sem treysta á þig.

 

Líftrygging tryggir aðstandendum þínum bætur ef þú fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur. Þú ákveður tryggingarfjárhæðina og hver nýtur góðs af henni við fráfall þitt. Bætur eru greiddar út í einu lagi. Líftryggingarbætur eru skattfrjálsar og verðtryggðar.

Hvað er líftrygging?
Líftrygging tryggir rétthöfum bætur ef hinn líftryggði fellur frá á tryggingartímanum. Engu máli skiptir hvort orsökin er slys eða sjúkdómur. Tryggingartaki ákveður líftryggingarfjárhæð og hverjir fá hana greidda í kjölfar fráfalls hans.

Mikilvægt er að líftryggingarfjárhæðin endurspegli þarfir þínar á hverjum tíma. Ef breytingar verða á fjárhagsaðstæðum eða fjölskyldustærð kallar það á endurskoðun tryggingarinnar.

Hvers vegna líftrygging?
Þegar þörfin fyrir líftryggingu er metin er nauðsynlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga:

  • Hef ég fyrir öðrum að sjá?

  • Er ég með húsnæðislán, bílalán, yfirdrátt, skuldabréf eða aðrar skuldir?

  • Er til öryggissjóður fyrir eftirlifandi fjölskyldu vegna tekjumissis?

  • Ber ég fjárskuldbindingar einhvers annars?

  • Bera aðrir fjárskuldbindingar mínar?

  • Hefur þú hugsað út í hversu kostnaðarsamar útfarir eru?

 

Hverjir geta sótt um?
Allir á aldrinum 18 – 69 ára geta sótt um líftryggingu og gildir hún til 70 ára aldurs. Börn frá fæðingu til 18 ára aldurs eru sjálfkrafa líftryggð með líftryggingu foreldris.