SJÚKDÓMATRYGGING
Doctor Holding Patient's Hand

Alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér. En ef til þeirra kemur léttir sjúkdómatryggingin fjárhagslegum áhyggjum af þér og þú getur einbeitt þér að því að ná bata og fyrri heilsu.

 

Sjúkdómatryggingin tekur einnig til barna þinna greinist þau með sjúkdóm frá 3ja mánaða aldri til 18 ára. Sjúkdómatrygging er greidd út í einu lagi skattfrjálst vegna sjúkdóms.

 

Hverju breytir að vera tryggður?

  • Sjúkdómatrygging getur gert þér kleift að:

  • Halda sem eðlilegustu lífsmynstri þótt fyrirvinnan hverfi frá vinnu.

  • Mæta útgjöldum vegna veikinda, svo sem lyfjakostnaði, ferðakostnaði eða breytingum á húsnæði.

  • Halda sjálfstæðinu lengur ef þú býrð einn/ein og veikist alvarlega.

  • Borga skuldir ef tekjur minnka vegna veikinda.

  • Sinna veiku barni án þess að hafa áhyggjur af tekjumissi.

 

Hverjir eru tryggðir?
Allir á aldrinum 18 – 59 ára geta sótt um sjúkdómatryggingu og gildir hún til 70 ára aldurs. Börn á aldrinum 3ja mánaða til 18 ára eru sjálfkrafa tryggð með tryggingu foreldris. Bótafjárhæð vegna hvers barns er 50% af tryggingarfjárhæð foreldranna. Sjá nánar í skilmála.


Get ég endurnýjað sjúkdómatrygginguna í kjölfar þess að fá tryggingarféð greitt út?
Allir sem greinast með sjúkdóm og fá tryggingafé greitt út geta óskað eftir að endurvekja trygginguna. Innan 3 mánaða frá því að bætur voru greiddar er hægt að sækja um nýja tryggingu án þess að endurnýja heilsufarsyfirlýsingar.


Þá verður undanskilinn sá tryggingaflokkur sem bætur voru greiddar út úr en að öðru leyti heldur tryggingin gildi sínu.

Flokkur 1 | Krabbamein

Krabbamein (Cancer)

Flutningur beinmergs (Bone marrow transplantation)

 

Flokkur 2 | Hjarta- og æðasjúkdómar

Kransæðastífla/hjartadrep (myocardial infarction)

Kransæðaskurðaðgerð / hjáveituaðgerðar (Coronary Artery Bypass Graft Surgery)

Hjartalokuaðgerð (heart valve surgery)

Skurðaðgerð á ósæð (Surgery of the Aorta)

Heilablóðfall/slag (stroke)

Nýrnabilun (Renal Disease)

Hjarta og nýrna líffæraflutningur (Heart or kidney transplantation)

 

Flokkur 3 | Tauga- og hrörnunarsjúkdómar

Heila- og mænusigg (Multiple Sclerosis)

Hreyfitaugungahrörnun (MND)

Alzheimer

Parkinsonsveiki

Góðkynja heilaæxli (Benign Brain Tumor)

Heyrnarleysi (Deafness)

Heilahimnubólga af völdum bakteríusýkingar (Bacterial Meningitis)

Blinda (Profound Vision Loss)

Alvarlegur höfuðáverki (Major head trauma)

Málstol (Loss of speech)

Lömun (Paralysis of Limbs)

 

Flokkur 4 | Aðrir alvarlegir sjúkdómar og slys

Eyðniveirusmit (HIV) / Alnæmis (AIDS)

Líffæraflutningur (Transplantation)

Alvarlegur bruni (Third-degree burns)

Útlimamissir (Loss of Limbs)