TRYGGINGAR
Umsóknarferlið er einfalt og hægt að klára umsóknina með einu símtali við ráðgjafa Sparnaðar.

Sparnaður er með umboðssamning við Vátryggingafélag Íslands (VÍS) sem felur í sér sölu á líf- og sjúkdómatryggingum.

 

Með líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu býrð þú þér og þínum nán­ustu ör­ugg­ari og áhyggju­laus­ari framtíð. All­ir sem hafa fyr­ir öðrum að sjá eða eru með fjár­hags­leg­ar skuld­bind­ing­ar ættu að huga að mik­il­vægi líf- og sjúk­dóma­trygg­inga.

 

Ungt fólk í blóma lífsins vinnur hörðum höndum að því að leggja grunn að framtíðinni. Menntar sig, stofnar fjölskyldu og kemur sér þaki yfir höfuðið. Samhliða aukast skuldbindingarnar. Það er því mikilvægt að búa vel um hnútana gagnvart sjálfum sér og fjölskyldunni. Iðgjald tryggingarinnar ræðst af heilsufari viðkomandi þegar hún er tekin og því er best að tryggja sig sem fyrst á lífsleiðinni.